Hverjar erum við?


Áslaug Óskarsdóttir, Erna Rún Einarsdóttir, Rebekka Sif Arnarsdóttir og Heiðrún Huld Jónsdóttir eru tannlæknar stofunnar. Auk þeirra starfa þar Bjarnfríður, tanntæknir og Monika og Daggrós, aðstoðarmenn tannlæknis. Erna er sérfræðingur í smíði á krónum og gervitönnum.

Um okkur Hafa samband

Þjónustan


Við bjóðum upp á alla almenna tannlæknaþjónustu, bæði fyrir fullorðna og svo eru öll börn hjartanlega velkomin. Boðið er upp á sérfræðiþjónustu fyrir krónur, skelkrónur og implant/tannplanti. Í boði eru íþróttahlífar, mjúkar og harðar bitskinnur og tannhvíttun.

Meðferð með krónum getur verið ýmist einföld eða flókin. Það gæti átt við t.d. að setja krónu á staka tönn, margar tennur, skelkrónur eða brúa tannlaus bil með aðstoð umlykjandi tanna. Ótal möguleikar eru í boði og við búum yfir djúpstæðri þekkingu til að aðstoða við meðferðarval þegar krónur eru annars vegar.

Myndir

Reglulegt eftirlit, tannhreinsun og forvarnir hjá tannlækni er einn sá mikilvægasti þáttur til að halda góðri munnheilsu út lífið. Við leggjum áherslu á að sníða eftirlitsþörf að hverjum og einum byggðum á gagnreyndum upplýsingum. Fagleg og persónuleg þjónusta er höfð að leiðarljósi.

Tannplantar er lausn sem í boði er til að fylla tannlaus bil til að bæta útlit og tyggigetu. Í slíkri meðferð felst að græða tannplanta í bein og smíða krónu eða brú þar ofan á. Tannplanta-aðgerð er í flestum tilfellum inngripslítil aðgerð en getur breytt miklu hvað varðar útlit og þægindi þegar tennur hafa tapast.
Skoða myndbönd

Myndir

Hafa samband


Tannlæknastofan Garðatorgi ehf.

Garðatorgi 7, 2. hæð
210 Garðabær, Ísland
Símanúmer: 565-9080
Netfang: mottaka@tonn.is

Opnunartími:

Mánudaga – Fimmtudaga
08:30 – 16:00

Föstudaga
08:30 – 14:00

Lokað um helgar

    This site is protected by reCAPTCHA and the Google
    Privacy Policy and
    Terms of Service apply.