Börn og tannlækningar
Hvenær kemur barn í fyrsta tannlæknatímann?
Viðmið samkvæmt landlækni er 2 ára og mælt er með eftirliti einu sinni á ári.
Ef barnið á systkini þá er gott að þau fái að koma í fyrsta tímann með systkinum sínum.
Í fyrstu heimsókn er barnið að kynnast okkur og skoða umhverfið, lyktina og hljóðin.
Ekki eru öll börn tilbúin að koma sjálf í stólinn og opna munninn. Gott er þá að sitja undir
barninu og svo smá saman myndast traust og barnið þá meira tilbúið að leyfa okkur að
skoða og telja tennur. Við leiðbeinum foreldrum hvernig er best að bera sig að við að bursta
tennur og nota tannþráð. Einnig förum við yfir mataræði og hvað er hollt fyrir tennur.
Tannáverki eða tannslys:
Ef barn dettur og skaði verður á tönnum er best að hringja í okkur 5659080 og lýsa áverkanum.
Við metum þá hvort koma þurfi strax, samdægurs eða vísa þurfi barninu til sérfræðings.
Stundum er í lagi að bíða þar til barnið er búið að jafna sig. Ef slysið gerist utan vinnutíma
þá má alltaf senda okkur tölvupóst en ef um alvarlegan áverka er að ræða
bendum við á bráðamóttöku Landspítalans.
Tannskemmd:
Gott er að skoða upp í munn barns og ef tönn eða tennur eru með gulan, gulbrúnan eða
gráan lit þá er gott að koma með barnið um leið og þú sérð gölluðu eða skemmdu tönnina.
Um leið og fyrsta tönnin kemur í munninn er nauðsynlegt að bursta tennur með
barnatannkremi kvölds og morgna.
Ef einhverjar áhyggjur vakna þá er velkomið að koma með barnið til okkar í skoðun.