Þjónustan
Við bjóðum upp á alla almenna tannlæknaþjónustu. Boðið er upp á sérfræðiþjónustu fyrir krónur, skelkrónur og implant/tannplanta. Í boði eru íþróttahlífar, mjúkar og harðar bitskinnur, minniháttar tannfærsla með gómum og tannhvíttun.
Ef ekki er mætt í tannlæknatíma 3.skipti í röð, þá áskilum við okkur rétt til að neita frekari bókunum.
Reglulegt eftirlit, tannhreinsun og forvarnir hjá tannlækni er einn sá mikilvægasti þáttur til að halda góðri munnheilsu út lífið. Við leggjum áherslu á að sníða eftirlitsþörf að hverjum og einum byggðum á gagnreyndum upplýsingum. Fagleg og persónuleg þjónusta er höfð að leiðarljósi.
Viðgerðir vegna tannskemmda eru gerðar með hvítu fyllingarefni á stofunni. Hvítt fyllingarefni hentar vel í smærri og meðalstórar viðgerðir þar sem heilbrigði og útlit er endurheimt.
MyndirMeðferð með krónum getur verið ýmist einföld eða flókin. Það gæti átt við t.d. að setja krónu á staka tönn, margar tennur, skelkrónur eða brúa tannlaus bil með aðstoð umlykjandi tanna. Ótal möguleikar eru í boði og við búum yfir djúpstæðri þekkingu til að aðstoða við meðferðarval þegar krónur eru annars vegar.
myndirTennur eru lifandi vefur sem innihalda taugar og æðar inni í rótarholi sínu. Bakteríur sem halda sig í tannskemmdum geta valdið ertingu og dauða tanna og þá er þörf fyrir rótfyllingarmeðferð. Tannáverkar geta einnig verið undirliggjandi orsök fyrir nauðsynlega rótfyllingu.
Hægt er að gera heilbrigðar tennur hvítari með tannlýsingu. Nokkrar aðferðir eru til: Hvíttun með gómum sem framkvæmd er heima skv. leiðbeiningum tannlæknis. Annar kostur er að framkvæma lýsingu í tannlæknastól en þá eru notuð sterkari efni undir beinu eftirliti tannlæknis.
Þegar tannáverki hefur átt sér stað er mikilvægt að bregðast skjótt og rétt við. Góðar upplýsingar er að finna hér. Ef þú ert í vafa um hvað skal gera, hringið endilega strax í okkur.
Tannplantar er lausn sem í boði er til að fylla tannlaus bil til að bæta útlit og tyggigetu. Við græðum tannplanta í bein og smíðum krónu eða brú þar ofan á. Tannplanta-aðgerð er í flestum tilfellum inngripslítil aðgerð en getur breytt miklu hvað varðar útlit og þægindi þegar tennur hafa tapast.
Skoða myndbönd
Gervitennur eru hjálpartæki sem geta gagnast þeim sem tannlausnir eru, hvort sem tannleysið er algert eða einungis að hluta. Gervitennur bæta útlit og aðstoða við tyggingu.
MyndirÁvallt er reynt að halda eigin tönnum en stundum eru aðstæður þannig að úrdráttur er óumflýjanlegur. Aðrar aðgerðir gætu verið nauðsynleg undirvinna fyrir krónusmíði eða til að auðvelda tannburstun og góð þrif.